Fimm fulltrúar frá Menntamálastofnun komu í heimsókn í Hörðuvallaskóla í gær (4.10). Tilgangur heimsóknarinnar var að hitta hóp nemenda úr 8. og 9. bekk sem hafa verið að rýna hæfniviðmið í samfélagsfræði og hafa margar spurningar varðandi aðalnámskrá ásamt mikilli skoðun á henni. Það er ekki þannig að þeim finnist hún hrikalega, heldur finnst þeim frekar að það sé ýmislegt gagnlegt í henni sem þeir verða ekki nógu mikið vör við að sé hluti af þeirra námi. Þeim var boðið að senda fulltrúum mms tilbaka með nokkur verkefni. Eitt af því sem þeir óskuðu eftir var að hæfniviðmiðin væru sýnilegri í því efni sem stofnununin gefur út. Annað var að hæfniviðmið væru á "mannamáli" þannig að nemendur gætu staðsett sig á upptalningunni og þannig vitað hvar þeir væru í góðum málum og hvað þeir þyrfti að læra betur.
Í framhaldi af þessum fundi verður Hörðuvallaskóli í samstarfi við Menntamálastofnun um endurskoðun á ýmsum hlutum aðalnámskrár grunnskóla.
En hvað mig sjálfa varðar, þá fékk ég hugljómun á fundinum. Mér hefur fundist á kynningarfundum með stofnuninni hér áður fyrr og þegar við ræðum við Mentor að hæfniviðmiðin séu það sem við eigum að nota til að geta gert sjónrænt mat á hæfni nemenda. En það sem ég fattaði ekki áður er að þau eru VIÐMIÐ ekki markmið. Þetta voru gleðifréttir fyrir mig því að það er mín skoðun að skólar eigi að sýna mun meiri sérstöðu en þeir almennt gera og ef að hæfniviðmið og matsviðmið séu eitthvað sem við höfum til hliðsjónar, getum við verið mun sjálfstæðari sem menntastofnun. Ef að við t.d. viljum að nemendur í 5. bekk hafi meiri hæfni en ætlast er til af námskrá fyrir nemendur í 7. bekk, er það okkar val. Mér finnst alltaf jákvætt að hafa val. Því meira því betra.
https://www.youtube.com/watch?v=Pztw0jOi04g&feature=youtu.be
Og hér eru nokkrar myndir af afurðum nemendanna.
https://photos.app.goo.gl/Sd529NppbMYtHDTg6
Bình luận