top of page
Writer's pictureAnna María

Málþing um menntunarhlutverk safna og stafræna miðlun

Föstudaginn 26.10.2018 var ég með fyrirlestur á málþingi safnaráðs. Þar sem þetta eru söfn sem halda utan um menningararfleið þjóðarinnar og fólk með mikla listræna hæfileika, þá þótti flestum skondið að ég hafi verið beðin um að tala þarna. Listrænir hæfileikar mínir takmarkast við að teikna Óla prik. En ég tók þessari áskorun og ræddi um þá sköpun sem þarf eiga sér stað í skólakerfinu og lagði mikla áherslu á að þetta væri samfélagslegt verkefni en ekki einkamál skólanna. Það gekk hálf illa að sýna glærurnar mínar, þar sem ég hafði sett þær upp í Google Slides en þeir sem héldu utan um málþingið höfðu fært þær inn yfir á Power point og inn í presenter mode. Það eru þarna nokkur myndbönd og ég gafst upp að sýna þau eftir að hafa lent nokkrum sinnum í að þau birtust ekki á aðalskjánum. Ég kann ekkert á þessa lausn, enda kynni alltaf bara beint í gegnum ský. En glærurnar frá föstudeginum má finna hér:

https://docs.google.com/presentation/d/1EUqu6KUAD2_8XYPkYhkoEjivbnxpFGXPmjbc_-byPnU/edit#slide=id.g454e35e3af_3_11


15 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page