Þó að ég kvarti sáran yfir því að þurfa að taka próf í náminu mínu, þá er ýmislegt í gangi sem er mjög gott. Ég er t.d. mjög hrifin af lesefni mánaðarins en það er bók ég ákvað að kaupa og ætla að nota í lokaverkefni í öðru faginu. Bókin heitir Sustainable Leadership eftir Andy Hargreaves. Það er svo margt í henni sem mér finnst skynsamlegt og ætti að vera aðal lesefni bæði ráðherra og þeirra sem stýra Menntavísindasviði. Hann kemur m.a. inn á hvernig þau átök sem yfirvöld fara í til að tryggja betri árangur nemenda séu alltaf skammvinnur vermir. Um leið og átakið er búið, þá falli allt í sama farið. Það sama á við um spútnik fólk í skólum. Á meðan það er sjálft á staðnum, þá fer fram hröð skólaþróun, en ef að það hættir, þá fer líka allt í sama farið. Það sem þarf er að þessar breytingar séu settar þannig upp að þær séu sjálfbærar og órjúfanlegur hluti af skólastarfinu en ekki átak sem sé tímabundið eða á fárra herðum.
top of page
bottom of page
Comments