top of page
Writer's pictureAnna María

Verkefni og lok þeirra

Nám er ferli og snýst ekki um eina loka afurð heldur er ferlið sem nemendur ganga í gegnum, það sem allt skólastarf þarf að snúast um. Kennari þarf að ákveða hvað á að nema, setja upp leiðir og svo tryggja að nemandinn hafi haft næg tækifæri til að sýna fram á hæfni sína á fjölbreyttan hátt. Próf eru ekki góður mælikvarði á hæfni nemenda, en get sýnt fram hvort að nemandi sé á leiðinni að ná að tileinka sér þá hæfni sem upphaflega var farið að stað með eða hvort að hann sé komin með hana. Ef ekki, þá þarf að vera til áætlun um að bregðast við því. Ég held að við gerum of lítið af því að ígrunda tilgang og markmið í námi og kennslu.


Þegar við tölum um hæstu getu í námi - og það er líka eitt af því sem hægt er að sjá í þrepamarkmiðum Bloom, þá tölum við um að nemandi getur kennt það sem hann hefur numið. Ef að það væri markmið allra verkefna að nemandi kenni ákveðinn þátt sem hann lærði í ferlinu, þá er verið að tryggja ákveðna dýpt í þekkingu nemandans. Nemandi á efsta þrepi getur nýtt það sem hefur lært á fjölbreyttan hátt, yfirfært og kennt þannig að aðrir læri.


Ég rakst á skemmtilegt form sem einhvern erlendur kennari deildi og ég útbjó álíka blað á íslensku. Ég gæti nefnilega vel hugsað mér að nota svona útfærslu með verkefnum nemenda minna í framtíðinni.


Með svona formi er mögulegt að fá nemendur frekar til að ígrunda hvað þeir hafi lært og hvað ekki, eða hvort að það var eitthvað í verkefninu sem þeir vilji læra meira um og þannig fara dýpra í markmið verkefnisins.

49 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page